Áramótasprengjan 2020! - | RÚV Sjónvarp
Íslensku þjóðinni er boðið til glæsilegs áramótafagnaðar í þrívíðum ævintýraheimi ásamt rjóma íslenskra tónlistarmanna. Undir taktfastri tónlist Sigur Rósar, Kaleo, Stuðmanna, Grýlanna, Auðar, Bríetar og Friðriks Dórs er ferðast milli ómælisvídda á vit kykvenda af ýmsum toga. Áhorfendum gefst kostur á raunverulegri þátttöku og sýnileika í viðburðinum sér að kostnaðarlausu með skráningu á: aramot.is.Hér er um að ræða fyrsta gagnvirka sjónvarpsviðburð sinnar tegundar og eru allir hvattir til að skrá sig hið allra fyrsta.